Lögfræðingurinn Sara Pálsdóttir segir að „84,27% fyrrum fósturbarna hafa annað hvort hugsað um eða reynt að fremja sjálfsvíg. 44,94% fyrrum fósturbarna höfðu hugsað um að fremja sjálfsvíg. 39,33% fyrrum fósturbarna höfðu reynt að fremja sjálfsvíg.“
Hún segir þessar tölur vera fengnar úr „rannsókn Birgittu Rós Laxdal í meistararitgerð hennar í HÍ (nóvember 21).“
Sara segir að nú sé komin „fram skýr krafa um heilbrigt, mannúðlegt og réttlátt barnaverndarkerfi þar sem tengsl barna við fjölskyldur sínar eru virt og virðing fyrir þeim borin.“