Sara Óskarsson pírati segir ótrúlegt að fylgjast með umræðunni um holdarfar karlmanna.
„Hvers vegna finnst svona mörgu fólki í lagi að segja beint út við karlmenn að þeir séu feitir, hafi fitnað eða gerir hiklaust grín af holdafari karlmanna – á hátt sem að það myndi ALDREI gera við konur,“ veltir píratinn Sara Óskarsson fyrir sér í færslu sem hún birtir á Pírataspjallinu á Facebook. Segist Sara ítrekað hafa orðið vitni að slíku ‘samþykktu’ framferði í gegnum tíðina og lengi hafa ætlað sér að vekja athygli á því.
Með færslunni lætur Sara fylgja með grein úr The Guardian þar sem m.a. fram kemur að rannsóknir í Bretlandi sýni að 25 prósent þeirra sem eru með átröskun séu karlmenn og aðeins 10 prósent þeirra leiti sér aðstoðar við sjúkdómnum. Sara minnir á að átröskun geti verið helvíti á jörðu fyrir þá sem glími við hana og sé oft lífshættulegur sjúkdómur.
„Góð regla,“ skrifar Sara, „er fyrir alla að hafa alltaf í huga: „Mér kemur holdafar annarra aldrei við“.“