Jón Kaldal skrifar um þróunina á fasteignamarkaðinu í Reykjavík í sínum nýjasta pistli.
„Sveiflurnar geta verið sársaukafullar. Þetta hafa til dæmis kaupendur að sinni fyrstu íbúð mátt reyna á sínu skinni á undanförnum árum mikilla hækkanna á fasteignamarkaði. Sama má segja um ýmsa sem gráðugir leigusalar og byggingafélög hafa flæmt úr rekstri í miðbænum. Nú eru að renna upp breyttir tímar. Pendúllinn er að sveiflast af hlið leigusala og byggingafélaga yfir til þeirra sem kunna að hafa áhuga á að fá húsnæði á viðunandi kjörum fyrir rekstur í miðbænum. Sama mun gerast með óseldu fínu íbúðirnar. Erfitt eða ómögulegt verður fyrir félögin sem eiga þær að láta þær standa tómar mánuðum saman,“ skrifar Jón.
Hann heldur áfram og vísar í viðtal við arkitekt sem kom að byggingu 38 lúxusíbúða við Tryggvagötu. „Þar kemur fram að ári eftir að framkvæmdum lauk er enn um helmingur þeirra óseldur. Arkitektinn segir að ekki sé hægt að lækka verð íbúðanna því þá sé það komið undir byggingarkostnað þeirra. Í sömu frétt er haft eftir Ásgeiri Jónssyni, deildarforseta Hagfræðideildar Háskóla Íslands, að það kæmi honum ekki á óvart að verð á lúxusíbúðum gæti lækkað frekar enda virðist sá markaður vera mettur.“
Pistil Jóns má lesa í heild sinni hérna.