Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Sátt með viðskilnaðinn við Vinstri græn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forseti ASÍ sér ekki eftir að hafa sagt sig úr Vinstrum grænum eftir síðustu alþingiskosningar. Hún segir að búið sé að „neutralisera“ Vinstri græn í ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.

„Mér finnst alvarleg pólitísk staða að vera ekki með neinn róttækan vinstri flokk sem getur togað pólitíkina til vinstri. Það er búið að „neutralisera“ Vinstri græn að einhverju leyti með því að flokkurinn sé í ríkisstjórn. Þar er verið að gera ýmsar málamiðlanir sem maður sér ekki á yfirborðinu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ.

Drífa er í forsíðuviðtali í DV þar sem hún ræðir meðal annars verkalýðsbaráttuna sína og aðkomu að stjórnmálum, en Drífa var búin að vera í Vinstri grænum í átján ár, hafði verið varaþingmaður og framkvæmdastjóri flokksins, þegar hún sagði sig úr honum eftir síðustu alþingiskosningar og Vinstri græn fóru í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún sagði samstarfið vera „eins og að éta skít“.

„Já, ég er sátt,“ segir Drífa, spurð hvort hún sé sátt við þá ákvörðun að hafa sagt sig úr flokknum, „og get í fullri hreinskilni sagt að ég veit ekki hvað ég mun kjósa í næstu alþingiskosningum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -