Laugardagur 14. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sátu föst í vélinni vegna veðurs – Icelandair aflýsti flugum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarlegt hvassveður var á Keflavíkurflugvelli í gær sem varð til þess að farþegar sátu fastir í flugvél Play. Þá kemur slíkt reglulega upp ef veður er slæmt og ekki hægt að nota landganga né stiga til þess að flytja farþega úr flugvélum.

Var það tilfellið í gær en aflýsti Icelandair tveimur flugferðum vegna veðurs, auk þess var ekki var hægt að flytja farangur farþeganna inn í flugstöðina. Vísir ræddi við einn farþega Play sem sagði að farþegar þyrftu að koma næsta dag til þess að sækja farangur sinn. Það hefur þó ekki verið staðfest.

Viðmiðunarreglur á Keflavíkurflugvelli eru þær að ekki er heimilt að nota landgöngubrýr eða stiga fari vindhraði yfir 50 hnúta. Þá sé það til þess að gæta öryggis farþega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -