Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Seðlabankastjóri vill lög til að verjast Samherjamönnum – Hundelt persónulega

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég skil bara ekki hvern andskotann þessi lögreglustjóri þarf að rannsaka og  af hverju þessu er ekki bara vísað frá. Ég óttast það að mörgu leyti, í svona eftirlitsstofnun eins og Seðlabankinn er, að við lendum í því að við verðum hundelt persónulega eins og farið var á eftir þessu starfsfólki,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Stundina sem birt er í blaðinu í dag.

Ásgeir vísar þarna til þess að Samherji kærði fimm af starfsmönnum Seðlabankans til lögreglu vegna rannsóknar bankans á Seðlabankamáli Samherja sem snérist um brot á gjaldeyrislögum og hófst með húsleit árið 2012. Málið féll á endanum vegna þess að ráðherra láðist að undirrita reglugerð sem tryggði Seðlabankanum valdheimildir við rannsóknir mála.

Auk þess að elta uppi embættismenn Seðlabankans þá veittist Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más og einn lykilmanna Samherja, að Má Guðmundssyni þáverandi seðlabankastjóra á opinberum vettvangi með ógnandi framkomu og hrakyrðum. Þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé gekk á milli.

Helgi Seljan fréttamaður er einn þeirra sem mátt hefur þola einelti Samherja og liðsmanna félagsins. Jón Óttar Ólafsson. einkaspæjari félagsins, sat fyrir Helga á kaffihúsi auk þess að senda honum nafnlaus ógnandi SMS-skilaboð. Jón Óttar neyddist til að biðjast afsökunar á aðför sinni þegar flett var ofan af honum sem eltihrelli. Jón Óttar hefur unnið náið með Þorsteini Má og í umboði hans. Þá hefur Samherji notað heimasíðu félagsins til árása á Helga og starfsfélaga hans hjá Ríkisútvarpinu. Einnig hefur verið veist að blaðamönnum Stundarinnar sem hafa fjallað ítarlega um mútumál Samherja í Namibíu. Var blaðamönnum líkt við undirheimalýð af meintum brotamönnum.

Framsalskrafa hefur verið gerð á forsvarsmenn Samherja svo þeir svari til saka í Namibíu. Ekki er í gildi framsalssamningur milli þjóðanna tveggja og hinir grunuðu sleppa því við að mæta þar fyrir dóm. Engin vonu er talin vera til þess að þeir hafi kjark eða vilja til að mæta af fúsum og frjálsum vilja. Sá möguleiki hefur verið nefndur að gerður verði samningur um framsal á milli Íslands og Namibíu.

- Auglýsing -

Íarlegt viðtal er við seðlabankastjóra í prentútgáfu Stundarinnar sem kom út í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -