Laugardagur 4. janúar, 2025
-8.2 C
Reykjavik

Seðlabankinn þarf ekki að kosta spæjara Samherja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Seðlabanki Íslands var sýknaður af kröf­u Sam­herja, sem kraf­ist hafði rúm­lega 306 millj­óna króna í skaðabæt­ur og 10 millj­óna í miska­bæt­ur frá bank­an­um. Meðal þess sem Samherji vildi að Seðlabankinn greiddi var kostnaður vegna Jóns Óttars Ólafssonar rannsakanda sem starfað hefur að öflun gagna til að hrekja ávirðingar Seðlabankans. Jón Óttar, sem nefndur hefur verið spæjari Samherja, sat meðal annars  um Helga Seljan fréttamann og sendi honum ógnandi skilaboð úr óskráðum símamúmeri. Alls kostaði þjónusta Jóns Óttars 135 milljónir króna sem Samherji vildi að Seðlabankinn greiddi. Því var hafnað en Þorsteinn Már Baldvinsson,  forstjóri Samherja, fékk 200 þúsund krónur í miskabætur.

Kröf­ur Sam­herja á Seðlabankann voru reist­ar á því að fé­lagið hefði þurft að greiða alls 306 milljónir króna í laun til starfs­manna sem komu að málsvörn fyr­ir­tæk­is­ins. Meðal þeirra sem voru að störfum fyrir Samherja er Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður

Í dómsniðurstöðu héraðsdóms seg­ir að sum­ir þeirra reikn­inga, sem Sam­herji vísaði til í mál­inu, séu vegna kostnaðar sem vart verði tal­inn í mál­efna­leg­um tengsl­um við rann­sókn Seðlabank­ans.

Samherji hefur gefið út að málinu verði áfrýjað til æðra dómsstigs. Fyrirtækið mun þannig freista þess að fá endurgreiddan kostnað við Jón Óttar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -