Það standa öll járn á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra eftir að skýrsla Ríkisendurskoðanda um sölu Bankasýslunnar á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka var gerð opinber í fyrradag.
Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi er einn af þeim sem heldur á járninu og er ósáttur við Bjarna. Skrifaði hann færslu á Facebook þar sem hann talar um félagssálfræðilega tilraun á landsmönnum:
„Félagssálfræðileg tilraun á landsmönnum heldur áfram, um hversu mikið þol mannskepnan hefur fyrir vanhæfni og spillingu Sjálfstæðisflokksins.
Samkvæmt nýjustu könnun Gallup eru 24% landsmanna gerspillt og 22% til viðbótar láta sér hana vel lynda.“
Bætti Gunnar Smári eftirfarandi orðum við í athugasemd undir færlsunni: „Afstaða Vg-fólksins er mögnuð: Ég er á móti spillingu en ég styð hana til valda ef ég fæ að vera inn í herberginu þegar spillingarmennirnir skipta góssinu sín á milli.“
Vakti færslan töluverða athygli eins og oftast þegar sósíalistahöfðinginn mundar pennann en tíu hafa deilt færslunni áfram og yfir 140 líkað við hana.