Rússajeppinn góðkunni, Sigfús Sigurðsson, er ekki sáttur við vinnubrögð síns gamla þjálfara hjá íslenska karlalandsliðinu, Guðmund Þórð Guðmundsson, og gagnrýnir hann fyrir lélegt skipulag; segir að Guðmundur verði einfaldlega að axla ábyrgð á gengi íslenska landsliðsins í handbolta á HM sem var langt undir væntingum:
„Gummi Gumm að tala um mismunandi útfærslur á vörninni og heldur virkilega að fólk sjái ekki muninm á því.“
Bætir við:
„Hann er samt ekki með plan B í vörn, því þá hefði liðið spilað 5-1, 3-2-1, 4-2 eða 5 plús 1 á annan hvorn vænginn.“
Segir að lokum:
„Hann þarf að axla ábyrgð á döpru skipulagi og slöku gengi.“