Mánudagur 27. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Segir Andrew látast vera samvinnuþýður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Saksóknari í máli kynferðisafbrotamannsins og auðkýfingsins Jeffrey Epstein segir Andrew Bretaprins látast vera samvinnuþýður þegar kemur að rannsókn málsins þegar hann í raun hefur ekki veitt rannsakendum neinar upplýsingar.

Bandaríski saksóknarinn Geoffrey Berman segir Andrew ítrekað hafa hafnað beiðni hans um viðtal vegna rannsóknar á máli Epstein. Lögmenn Andrews sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir hafna því að Andrew sé ekki samvinnuþýður og segja hann hafa boðið fram aðstoð sína þrisvar sinnum.

Berman svaraði yfirlýsingunni og segir Andrew út á við látast vera samvinnuþýður. Berman segir Andrew ekki hafa veitt bandarískum yfirvöldum viðtal í tengslum við rannsóknina og segir Andrew ítrekað hafna beiðnum þeirra um fund. Hann bætti við að ef prinsinn ætlar í raun og veru að aðstoða rannsakendur þá verða þeir áfram til staðar. BBC fjallar um málið.

Talinn búa yfir mikilvægum upplýsingum

Andrew hefur verið hvattur til að aðstoða rannsakendur í máli Epstein, sem er sakaður um mansal og misnotkun, en prinsinn og Epstein voru miklir félagar og er sá fyrrnefndi talinn búa yfir mikilvægum upplýsingum.

Andrew greindi frá því í umdeildu viðtali við BBC í fyrra að hann hefði aldrei séð neitt grunsamlegt í kringum Epstein. Andrew var gagnrýndur harkalega fyrir ummæli sín í viðtalinu þar sem hann gaf í skyn að hann og Epstein hefðu í raun ekki verið góðir vinir.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Segir Andrew Bretaprins ósamvinnuþýðan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -