Glúmur Baldvinsson er ekkert sérstaklega hrifinn af þeirri hugmynd að íslenskt stjórnmálafólk þurfi að tala dönsku við Dani – og er það vel skiljanlegt. Hvers vegna ættum við Íslendingar að þurfa að tala önnur tungumál við útlendinga heima hjá þeim – og þá sérstaklega Dani sem fóru afar illa með okkur Íslendinga í langan tíma – en svo geta þeir ekki talað íslensku þegar þeir koma til Íslands?
Gefum Glúmi orðið:
„Nú hefur margur gleymt því að fyrir þúsund árum töluðu allir í hinum norræna heimi íslensku að Finnum undanskildum. Danir hafa sérstaklega gleymt því. Enda tala þeir nú bjagaða og brenglaða útgáfu af íslensku.“
Bætir við:
„Og svo gagnrýna menn Forsetann fyrir að tala ekki dönsku? Faðir minn hafði það fyrir reglu að tala einatt íslensku á norrænum leiðindasamkundum. Bara til að pirra þá.“

Segir að endingu:

„Páll nokkur Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýndi hann harðlega fyrir það. Eftir það kallaði JBH hann alltaf Palle Pedersen fra Hallested.
Guð varðveiti íslenska tungu og Framsóknarflokkinn.“