Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Segir dómarana standa í stað: „Getur verið að ég fái 2-3 leikja bann en mér er bara alveg sama“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, var reiður eftir jafntefli sinna manna gegn Vestra í 18. umferð Bestu deildarinnar í dag.

Vestri skoraði jöfnunarmark sjö mínútum fyrir leikslok og allt ætlaði hreinlega um koll að keyra og Arnar fékk rautt spjald eftir massíf mótmæli:

„Ég þoli ekki svona ósanngirni í fótbolta. Þetta var hrikalega léleg dómgæsla hjá þeim félögum, aðstoðardómarinn er með sama sjónarhorn og ég. Vestramaðurinn gjörsamlega straujar Svein Gísla að það hálfa væri nóg,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum – bætti svo þessu við:

„Það var bara toppurinn á ísjakanum, atvikin í seinni hálfleiknum eru svakaleg. Eiður Aron átti að vera rekinn útaf þegar Valdimar er sloppinn innfyrir. Menn eru bara blindir. Plís ekki fara að láta eitthvað Twitterlið fara að væla að við eigum að sýna fordæmi gagnvart dómurum í meistaraflokki karla. Það á að sýna fordæmi gagnvart dómurum í 6.-8. flokki og ekki rífa kjaft þar en þetta er elítu fótbolti. Þannig menn verða gjöra svo vel að standa sig og þola gagnrýni frá þjálfurum í efstu deild í stað þess að vera eins og litlir menn uppum hvippinn og hvappinn,“

Hann segir að „þetta er að kosta okkur dýrt, því miður. Strákarnir lögðu mikið í þennan leik. Mér finnst þetta ósanngjarnt og ég segi það ekki oft.“

Arnar viðurkennir að hans lið eigi að gera betur:

- Auglýsing -

„Við erum með ansi laskað lið þarna í dag en við eigum að gera betur; það afsakar samt ekki það sem er að gerast í seinni hálfleik og þetta er búið að vera dapurt síðan í Fram leiknum. Ég verð fyrsti maðurinn til að segja það, já við fengum gefins mark á móti Fram. En við vinnum ekki leikinn útaf því marki. Svo er eitthvað rangstöðumark á móti Blikum en við vinnum þá samt tvö núll. Svo kemur einhver þáttur og síðan þá höfum við ekki fengið rassgat í allt sumar. Víti sem við áttum að fá, Vals-fíaskóið og þolinmæði mín er á þrotum. Það getur verið að ég fái 2-3 leikja bann en mér er bara alveg sama. Dómararnir þurfa bara að taka þessari gagnrýni. Deildin er að verða betri og sterkari en þeir eru bara að sitja eftir, það er ekkert flóknara en það.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -