Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Segir Fríðu rektor LHÍ hafa brotið á sér: „Hún var ó­sátt að ég hafði sýnt starfs­fólki stuðning“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Sig­rún Hrólfs­dóttir, fyrrum deildar­for­seti mynd­lista­deildar Lista­há­skóla Ís­lands, birti bréf á Face­book-hópnum Menningar­á­tökin þar sem hún greinir frá því að brotið hafi verið gegn henni í ráðningar­ferli þegar henni var ekki boðin á­fram­haldandi starf við skólann. Sig­rún segir farir sínar ekki sléttar við rektor LHÍ, Fríðu Björk Ingvars­dóttur.

Þessi á­kvörðun hafi ekki með mig eða mín störf að gera

„Undirrituð gegndi stöðu deildarforseta myndlistardeildar Listaháskóla Íslands með ráðningarsamningi til fimm ára eða í eitt tímabil (2016-2021). Þremur mánuðum áður en ráðningarsamningur minn rann út var mér tilkynnt af rektor, Fríðu B. Ingvarsdóttur, að staðan yrði auglýst laus til umsóknar sem var gert vorið 2021. Þetta kom mér og flestum sem málið varða í opna skjöldu enda kveða reglur Listaháskólans á um heimild til að endurráða deildarforseta í annað tímabil án auglýsingar.“

Sig­rún segist hafa óskað eftir frekari skýringum og starfs­menn deildarinnar hafi sömu­leiðis gert það og mót­mælt vinnu­brögðunum í opnu bréfi.

„Að sögn rektors var þetta á­kveðið út frá þeim form­legu for­sendum að skipu­rits­breyting hafði átt sér stað hjá LHÍ ári áður. Í svari stjórnar­for­manns LHÍ, Magnúsar Ragnars­sonar fram­kvæmda­stjóra Símans, til bæði mín og starfs­manna mynd­listar­deildar kemur einnig fram að þessi á­kvörðun hafi ekki með mig eða mín störf að gera, en ég hvött til þess að sækja um aftur.“

Sig­rún sótti hún aftur um starfið en var ekki boðið á­fram­haldandi starf þrátt fyrir að hún væri eini um­sækjandinn sem var metinn hæfur.

„Sam­kvæmt niður­stöðu hæfis­nefndar er ég ó­tví­rætt hæf til þess að gegna stöðu prófessors í mynd­list, auk þess sem ég hef gegnt starfinu í fimm ár og hafði stuðning akademískra starfs­manna deildarinnar.“

Gagn­rýnt stefnu rektors í tveimur málum

Sig­rún ræddi við Fríðu Björk rektor í síma sem tjáði henni að henni hefði ekki verið boðið áfram­haldandi starf vegna þess að Sig­rún hafði gagn­rýnt stefnu rektors í tveimur málum sem höfðu á­hrif á fag­lega, list­ræna og akademíska starf­semi mynd­listar­deildar.

- Auglýsing -

„Einnig var hún ó­sátt með að ég hafði sýnt starfs­fólki skólans stuðning þegar að þau þurftu að taka nokkuð harðan slag við stjórn­endur LHÍ í tengslum við styttingu vinnu­vikunnar. Ég hafði þó unnið skv. öllum ferlum skólans og átt í góðu sam­starfi við nem­endur og starfs­fólk og alla þá lista- og fræði­menn sem að koma að stunda­kennslu við deildina. Þegar ég óskaði eftir skrif­legum rök­stuðningi fyrir þessari á­kvörðun, á grund­velli stjórn­sýslu­laga, var því hafnað.“

Staða deildar­for­setar var aftur aug­lýst og sótti Sig­rún um hana á ný. Að sögn Sig­rúnar var niður­staða þess ráðningar­ferlis að minna hæfur aðili var ráðinn með til­liti til menntunar, list­ræns ferils og starfs­reynslu, sam­kvæmt hæfis­nefnd skólans.

„Með þessari á­kvörðun og því ferli sem hófst í kjöl­farið (tveimur ráðningar­ferlum) er farið gegn mati hæfis­nefndar og vilja akademískra starfs­manna við mynd­listar­deild LHÍ. Hér er auk þess vegið að mér bæði per­sónu­lega og fag­lega,“ skrifar Sig­rún.

- Auglýsing -

Máls­með­ferðin rýrir gildi allra akademískra ráðninga

Að sögn Sig­rúnar rýrir máls­með­ferðin gildi allra akademískra ráðninga við Lista­há­skóla Ís­lands „þar sem það er nú ljóst að geð­þótti yfir­mannsins ræður, sem beitir fag­legum ferlum skólans til þess að bola burt hæfum starfs­manni.“

Hún segir það jafn­framt kveðið á um í starfs­lýsingu að deildar­for­setar skólans beri á­byrgð á list­rænni og akademískri stefnu­mótun fag­sviða og út­færslu hennar í námi, kennslu og rann­sóknum.

„En það má nú vera ljóst af þessu máli að þeir sem að gagn­rýna stefnu rektors mega búast við því að fá ekki ráðningu við skólann. Það er mjög al­var­legt að starf­menn við Lista­há­skólann geti ekki tjáð skoðanir sínar án þess að óttast um stöðu sína.“

Að sögn Sig­rúnar sendi lög­maður BHM bréf til rektors og stjórnar Lista­há­skólans og benti á þetta en í svari lög­manns LHÍ hafi komið fram að ráðningar skólans væru einka­réttar­legs eðlis því að rekstrar­form skólans sé sjálfs­eignar­stofnun. Á þeim grunni hafi verið hafnað að veita rök­stuðning eða neinar frekari skýringar í málinu. Sig­rúnu finnst þetta skjóta skökku við í ljósi þess að lista­há­skólinn sé á fram­færi ríkisins og hafi á árinu 2020 þegið rúman 1,4 milljarða króna úr ríkis­sjóði og flokkist sem ríkis­aðili í A-hluta ríkis­reiknings.

„Það er ó­eðli­legt að stofnun sem þessi, sem þiggur slíkar fjár­hæðir af opin­beru fé til reksturs og ber mikla á­byrgð gagn­vart menningar­lífinu í landinu, geti falið sig á bak­við það að vera ekki opin­ber stofnun og þurfa þannig ekki að lúta lögum og reglum sem gilda um hið opin­bera. Og þurfa auk þess ekki heldur að fylgja eigin reglum og lögum nema þegar það hentar,“ skrifar hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -