Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gefur ekki mikið fyrir nýliðna atburði í stjórnmálunum í Reykjavík, þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit stjórnarsamstarfinu í gær.
Margir hafa látið að því liggja að málefni Reykjavíkurflugvallar hafi verið orsök stjórnarslitanna í Reykjavík. Undir það tekur Egill ekki:
„Þetta er nú meira leikritið.“
Hann er þess fullviss um að aðrar ástæður séu að baki ákvörðun borgarstjóra:
„Gamalt dormandi deilumál vakið upp. Ekki beint eins og hafi verið komin nein ögurstund í flugvallarmálinu! Það býr nú eitthvað annað þarna að baki.“