Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson fer ekki fögrum orðum um Guðrúnu Hafsteinsdóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra; hann segir um nýtilkomið framboð hennar til formanns Sjálfstæðisflokksins að hér sé „augljóslega einn af þessum dæmigerðu sjálfstæðismönnum sem finnst gaman að tala um sjálfstæðisstefnuna en framfylgir síðan sérhagsmunastefnu í raunheimum.“
Sveinn Andri bætir því við að „Guðrún talaði mikið um frelsi og frjálsa samkeppni og nefndi til sögunnar ostafyrirtæki föður síns sem hefði verið brotið á bak aftur af þáverandi stjórnvöldum (Sjálfstæðis og Framsókn) og einokunarfyrirtækjum sem störfuðu í skjóli téðra helmingaskiptaflokka. Þessum frelsis- og samkeppniselskandi formannskandidat fannst það nefnilega allt í lagi að afnema með einu pennastriki samkeppni í kjötframleiðslu.“
Segir að lokum:
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2021/11/Valholl.jpg)
„Þá var frelsissöngurinn ekki sunginn, enda mikilvægari hagsmunir í húfi; nefnilega hagsmunir fjársterku búvöruframleiðendanna sem vilja sitja við kjötkatlanna án truflunar og eru alltaf duglegir að styrkja Sjálfstæðisflokkinn fjárhagslega.“