Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Segir hjúkrunarfræðinga fá „kaldar tuskur í andlitið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Læknirinn Tóm­as Guðbjarts­son vekur athygli á því að laun hjúkrunarfræðinga hjá Íslandi hafi verið skert rétt áður en kórónaveiran náði útbreiðslu hér á landi. Á sama tíma fá hjúkrunarfræðingar erlendis bónusa vegna krefjandi aðstæðna.

Hjúkrunarfræðingurinn Sól­ey Hall­dórs­dóttir vakti athygli á launaseðli sínum um þessi mánaðarmót á Facebook í gær. Í færslunni sagðist hún óska þess að launaseðillinn væri aprílgabb.

„Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi manaðmót,“ skrifaði Sóley meðal annars í færsluna sína. Færsluna birti hún eftir að hún kom úr vinnunni þar sem hún meðal annars sinnti tveimur sjúklingum með COVID-19.

Tóm­as Guðbjarts­son, hjarta- og lungna­sk­urðlækn­ir við Land­spít­al­ann, skrifar færslu um málið á Facebook. Hann segir hjúkrunarfræðinga vera hetjurnar í COVID-19 faraldrinum og segir launaseðla þeirra vera „kaldar tuskur á krítískum tímum“.

„En aftur að húkrunarfræðingunum – hetjunum sem enn eru samningslausar eftir árs samingaviðræður. Til að bæta gráu ofan á svart voru laun þeirra skert rétt áður en Covid-faraldurinn skall á – og það til að ná auknum sparnaði á LSH. Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sérstaklega við kvennastéttir í þessari ríkisstjórn. Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman – ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt – sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum – skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið.“

- Auglýsing -

Tómas bendir svo á að erlendis sé verið að borga hjúkrunarfræðingum „ríflega bónusa“ á þessum krefjandi tímum.

„Koma svo – og ekki segja mér að ómögulegt sé að semja vegna launaskriðs á almennum vinnumarkaði. Það er gömul lumma og þreytt. Allir sjá núna – og hefðu betur séð fyrr – hversu mikilvægt hlutverk þeirra er. “

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -