Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Runólfur segir innlagnir ekki vegna Ómíkron: „Svo eru einhverjar þúsundir, sem eru óbólusettir.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það eru ekki nema um þrír held ég þegar ég vissi síðast, sem reynst hafa (verið með) ómíkron-afbrigðið af þeim sem liggja inni,“ sagði Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans í viðtali við Vísi.

Þá segir hann búast við því að alvarleiki veikinda vegna nýja afbrigðisins, ómíkrons, verði minni en af fyrri afbrigðum kórónuveirunnar. Hægt sé að líta til annarra landa til þess að sjá þá þróun.
Af þeim 21 sem liggja á Landspítala vegna kórónuveirunnar eru þrír í öndunarvél. Líklegast teldi hann að þeir einstaklingar væru smitaðir af delta afbrigðinu.

Ástand á spítalanum sé þó svo að heilbrigðisstarfsmenn eiga fullt í fangi með að þjónusta fólk sem þarf ef til vill skurðaðgerð vegna lífshótandi sjúkdóma. Þá sé forgangsröðun gríðarlega mikilvæg.
Þrátt fyrir að fólk virðist veikjast minna af ómíkron afbrigði segir Runólfur að vernda þurfi viðkvæmari hópa, þó svo að þeir séu bólusettir.

„Svo eru náttúrulega einhverjar þúsundir, kannski tuttugu, þrjátíu þúsund einstaklingar sem eru óbólusettir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -