Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Segir kráareigendur ætla að standa sig vel

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við bareigendur ætlum að standa okkur vel,“ segir Arnar Þór Gíslason í samtali við Mannlíf. Arnar rekur ásamt fleirum staðina Kalda bar, Den Danske Kro, Enska barinn, The Irishman Pub og Lebowski bar. Hann og aðrir skemmti- og bareigendur fengu að vita í gær að þeir fá að opna fyrirtæki sín 25. maí og hafa opið til klukkan 23.00. Arnar og fleiri höfðu í vikunni kallað eftir að fá að opna staðina sína og reka þá með sömu takmörkunum og veitingahúsin fá að gera.

Arnar er að vonum hress eftir að hafa fengið fréttirnar í gær en tekur fram að ábyrgð skemmti- og bareigenda sé mikil.

„Allir í mínum bransa sem ég hef talað við eru sammála um að nú verðum við að standa okkur vel, hvað fjöldatakmarkanir, tveggja metra regluna, opnunartíma og sóttvarnir varðar,“ segir Arnar. Hann bætir við að nú sé mikilvægt að bar- og kráareigendur vandi til verka og að pressan sé mikil.

Arnar segir það hafa verið krefjandi að þurfa að loka fyrirtækjum sínum þegar hert samkomubann skall á en hann segir verkefnið sem er fram undan líka vera krefjandi.

„Við þurfum að standa okkur. Ég og aðrir í mínum sporum eru ánægðir að okkar skoðanir hafa verið teknar til greina. Og ég tek fram að ég er alveg sammála stjórnvöldum um að skemmtanalíf eftir miðnætti er ekki góð hugmynd á þessum tímapunkti, en við erum tilbúnir til að hafa opið til klukkan 23.00 líkt og veitingastaðir.“

Arnar hvetur þá viðskiptavini kráa og skemmtistaða að vanda sig líka og ganga hægt inn um gleðinnar dyr á þessum óvenjulegu tímum. „Munum að njóta en förum varlega,“ segir Arnar.

- Auglýsing -

Sjá einnig: „Óskiljanlegt“ að fólk fái að drekka bjór á veitingastöðum en ekki á krám

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -