Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Segir listann yfir sigurvegara á Grammy vera tilbúning

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lista yfir sigurvegara á Grammy-verðlaunahátíðinni var lekið á mánudaginn en talsmaður Grammy-hátíðarinnar segir listann ekki koma frá þeim.

Grammy-verðlaunahátíðin verður haldin í Los Angeles þann 10. febrúar og ríkir mikil eftirvænting vegna hátíðarinnar í tónlistarheiminum. En á mánudaginn rataði listi yfir sigurvegara hátíðarinnar í fjölmiðla og fólk var ekki lengi að bregðast við því á samfélagsmiðlum. Margt fólk greindi frá því að það væri miður sín yfir að upplýsingunum hafi verið lekið.

Á þessum lista yfir sigurvegara kemur meðal annars fram að I Like It með Cardi B. verður valið lag ársins,  H.E.R. með H.E.R. verður valin plata ársins og Shallow með Lady Gaga verði valin smáskífa ársins.

Í upplýsingunum sem var lekið kemur fram að Cardi B. muni fá Grammy-verðlaun fyrir lagið sitt I Like It.

En nú hafa talsmenn Grammy-hátíðarinnar greint frá því að listinn sé eintómur uppspuni.

„Þetta er ekki rétt. Niðurstöðunum er ekki deilt, ekki einu sinni með starfsfólki Grammy-hátíðarinnar, fyrr en á hátíðinni sjálfri,“ sagði talsmaður Grammy-hátíðarinnar í samtali við CNN.

Svona lítur listi yfir tilnefningar í stærstu flokkunum út:

Plata ársins:

- Auglýsing -

Invasion of Privacy – Cardi B
By the way, I forgive you – Brandi Carlile
Scorpion – Drake
Beerbongs and Bentleys – Post Malone
Dirty Computer – Janelle Monáe
Golden Hour – Kacey Musgraves
Black Panther – Kendrick Lamar
Smáskífa ársins:

I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay Balwin
The Joke – Brandi Carlile
This is America – Childish Gambino
God‘s Plan – Drake
Shallow – Lady Gaga & Bradley Cooper
All the Stars – Kendrick Lamar & SZA
Rockstar – Post Malone

Besti nýi listamaðurinn:

- Auglýsing -

Chloe X Halle
Luke Combs
Greta van Fleet
H.E.R.
Dua Lipa
Margo Price
Bebe Rexha
Jorja Smith

Lag ársins:

All The Stars – Kendrick Duckworth, Mark Spears, Al Shuckburgh, Anthony Tiffith and Solana Rowe
Boo’d Up –  Larrance Dopson, Joelle James, Ella Mai, and Dijon McFarlane
God’s Plan – Aubrey Graham, Daveon Jackson, Brock Korsan, Ron Latour, Matthew Samuels and Noah Shebib.
In My Blood – Teddy Geiger, Scott Harris, Shawn Mendes and Geoffrey Warburton
The Joke – Brandi Carlile, Dave Cobb, Phil Hanseroth and Tim Hanseroth
The Middle – Sarah Aarons, Jordan K. Johnson, Stefan Johnson, Marcus Lomax, Kyle Trewartha, Michael Trewartha and Anton Zaslavski
Shallow – Lady Gaga, Mark Ronson, Anthony Rossomando and Andrew Wyatt
This Is America –  Donald Glover and Ludwig Göransson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -