Ísraelski blaðamaðurinn Moshe Melman kallaði meðlimi Hatara „ofdekraða krakka“ í samtali við blaðamann mbl.is.
Moshe er þeirrar skoðunar að hljómsveitin Hatari sýni Ísrael vanvirðingu með því að reyna að nota Eurovision-keppnina í pólitískum tilgangi. Hann segir algjört lágmark að keppendur í Eurovision sýni landinu sem heldur keppnina virðingu.
„Lágmarkið er að virða landið sem þú heimsækir og heldur keppnina. Þeir gleyma því að þeir eru ekki bara hljómsveitin, þeir eru fulltrúar Íslands í Eurovisio,“ sagði hann í samtali við mbl.is og ítrekaði að um ofdekraða krakka væri að ræða.
Sjá einnig: Hatari segir dýrt að tæta auðvaldið í sundur