Fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson er ánægður með nýja meirihlutann í borginni og sendir félögum sínum kveðju í tilefni af valdaskiptunum:
„það er fyllsta ástæða til að óska nýjum meirihluta í Reykjavík innilega til hamingju – og velfarnaðar! Það er mikilvægt að koma á ró og festu á stjórn borgarinnar eftir fullkomnlega ástæðulausa upplausn síðustu daga.
Heiða Björg Hilmisdóttir fær tvöfaldar kveðjur – hamingjuóskir með borgarstjóraembættið og viðbótarhamingju með afmælið!
En allir oddvitarnir eiga hrós skilið og ég sé ekki betur en að allir samstarfsflokkarnir fimm hafi sett mark sitt á verkefnaskrána sem er metnaðarfull.
Nú er að láta verkin tala!
Það er bjart yfir þessum hópi og ég treysti honum og meirihlutanum í heild til að leysa úr spennandi og vandasömu verkefni.
Reykjavík er mögnuð borg og á fleygiferð við að þroskast og þróast í spennandi og rétta átt.
Gangi ykkur vel kæru vinir! Vel gert!“