Eins og Mannlíf greindi frá birti Reynir Bergmann, áhrifavaldur og annar eigandi veitingastaðarins Vefjunnar, pistil á Facebook síðu sinni nú fyrr í vikunni. Þar heldur hann því fram að það hafi verið reynt með skipulögðum hætti að fá konur sem hann hefur átt samfarir við til að saka hann um kynferðisofbeldi.
Máli sínu til stuðnings deildi hann skjáskotum af meintum samskiptum sínum við gamla vinkonu sína sem hann hefur átt samræði við og einnig skjáskotum sem vinkonan á að hafa haft við ónefnda blaðakonu.
Sjá einnig: Hraunað yfir myndband Reynis: „Á erfitt með að skilja hvernig faðir dætra getur talað svona“
Eftir að Reynir birti færsluna hafa fjölmargir haldið því fram að hann hafi sviðsett þessi samskipti, þar sem nokkur líkindi eru á rithætti þessara þriggja aðila; Reynis, vinkonunnar og blaðamanns.
Reynir þvertekur fyrir að svo sé og segir femínista hafa misst sjónar á því sem skipti máli.
Hin ónefnda blaðakona reyndist vera Svava Kristín Sveinbjörnsdóttir fyrrum blaðamaður Mannlífs og hefur hún svarað Reyni í pistli á Facebook, eftir að nafn hennar birtist á samfélagsmiðlum í kjölfar skrifa Reynis.
Svava segir það vissulega rétt að hún hafi sent vinkonu Reynis skilaboð, en þau hafi ekki hljómað eins og Reynir vill meina. Svava birtir með skjáskot af samskiptum sínum við vinkonu Reynis ásamt eftirfarandi orðum:
„Reynir Bergmann þarna gengur þú of langt ! Lætur nafngreina mig fyrir texta sem þú ert sjálfur búinn að búa til. Hér er rétti textinn kallinn minn og hættu að þykjast vera fórnarlamb! Ég á líka 2 upptekin símtöl með samþykki, á þig frá sama fórnarlambi.
Þú skalt gjöra svo vel að láta taka þetta úr dreifingu eins og skot!
Endilega deilið því maðurinn er að hafa mig fyrir rangri sök og reyna að rústa mínu mannorði.
Hér að neðan má sjá fyrst ALVÖRU skilaboðin og svo þau sem Reynir Bergmann er að ljúga upp á mig, hentugur bútur úr mínum skilaboðum svo eh sem kemur ALLS EKKI frá mér! Ekki sviðsett my ass.“
Sjá einnig: Sólveig sár yfir Metoo-árásum á Vefjuna: „Þetta umtal er bara ÚT Í HÖTT!“
Nú hefur sambýliskona Reynis og hinn eigandi Vefjunnar, Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir, skorist í leikinn og skrifar athugasemd við færslu Svövu. Þar heldur hún því fram að Svava hafi verið í samskiptum við fleiri vinkonur Reynis og segist ætla koma með „sprengjuna og sannleikann í dag,“ eins og hún orðar það.
Færslu Svövu má sjá hér að neðan.