Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Segir Sigmund Davíð gera út á hina firrtu og vonlausu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson reka sömu pólitík og öfgaflokkar í Evrópu og Donald Trump. Hann ali á firringu og vonleysi og leiti stöðugt að annarra manna þaðan sem hann situr á eigin bjálka.

Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs sem hann birtir á Facebook-síðu sinni og í Fréttablaðinu. Hann segir bréfið fjalla „um manninn sem er stöðugt að leita að annarra manna flísum, sitjandi á eigin bjálka“.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður mIðflokksins. Mynd: Johannes Jansson/norden.org

Máli sínu til stuðnings rifjar Kári upp að Sigmundur Davíð hafi sem forsætisráðherra samið við kröfuhafa í þrotabú íslensku bankana, á sama tíma og hann leyndi því fyrir þjóðinni að hann væri sjálfur kröfuhafi. Í stað þess að skammast sín hafi Sigmundur Davíð agnúast út í blaðamennina sem sögðu jóðinni frá þessu og hélt því fram að um væri að ræða samsæri gegn honum. Þjóðin hafi hins vegar litið svo á að þetta væri samsæri gegn henni.

Kári víkur því næst að Klaustursmálinu sem hann telur að hafi í raun ekki verið svo merkilegt. Áfengi sé eitur sem brengli starfsemi heilans og flestir hafi lent í viðlíka uppákomu. Það merkilega við Klaustursmálið sé hins vegar hvernig viðbrögð þingmannanna voru þegar upptakan var gerð opinber. „Í stað þess að viðurkenna einfaldlega að þeir hafi verið fullir og sagt alls konar vitleysu sem þeir allsgáðir meini ekki og skammist sín fyrir mátti á þeim skiljast að sá sem tók upp samtalið væri ábyrgur orða þeirra en ekki þeir sjálfir. Samkvæmt þessari nýstárlegu túlkun á tilvistarhyggjunni væru allir þeir sem horfa á tré falla í skóginum í raun réttri skógarhöggsmenn. Sigmundur Davíð þú ert einn af þingmönnunum á Klausturbarnum og sá sem leiddi þá í tilraunum til þess að kenna konunni sem tók up samtalið um ykkar eigin sóðaskap.“

Kári gerir líka tvær nýlegar greinar sem Sigmundur Davíð skrifaði í Morgunblaðið á dögunum. Sú fyrri fjallaði um loftlagsmál og sú síðari um málefni flóttamanna, en Sigmundur Davíð vill meina að aðgerðir í þessum málaflokkum séu sýndarmennska. Kári segir hins vegar að sýndarmennskan sé öll Sigmundar.

Það er ljóst á þeim orðum sem þú birtir í greinunum tveimur í Morgunblaðinu að í leit þinni að pólitískum stuðningi í samfélaginu ert þú að gera út á þá vonlausu og fIrrtu og í stað þess að varða þeim leið út úr því ástandi ertu að ala á vonleysinu og fIrringunni.

- Auglýsing -

„Þú gengur meira að segja svo langt að hæðast að lítilli stúlku sænskri sem hefur náð athygli heimsbyggðarinnar fyrir það hversu skýrlega hún hefur tjáð áhyggjur sínar af framtíðinni. Það er niðurstaða mælinga að hnötturinn er að hitna. Þess vegna er hnattræn hlýnun ekki kenning heldur staðreynd.“

Kári bætir við:

„Það er ljóst á lestri greinar þinnar Sigmundur Davíð að þú ert einn af þeim sem vilt ekki miklu fórna og síðan hitt að sú fyrirlitning sem þú sýnir hugmyndinni um endurheimt votlendis bendir til þess að þú búir ekki að miklum skilningi á líffræði, efnafræði eða þeirri almennri þekkingu sem býr að baki hugmyndum annarra um það hvernig best sé að taka vandanum. Þú dæmir hugmyndir annarra sem sýndarmennsku án þess að benda á aðrar betri sem er bara ein aðferðin við að hvetja til þess að ekkert sé að gert.“

- Auglýsing -

Um síðari greinina lýsir Kári sig alfarið mótfallinn þeirri hugmynd Sigmundar Davíðs að það eigi að taka á móti flóttafólki af meiri hörku. Ekki megi skilja grein Sigmundar Davíðs öðruvísi en að hann styðji hugmyndir Donalds Trump um að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Í niðurlaginu skrifar Kári:

„Það er ljóst á þeim orðum sem þú birtir í greinunum tveimur í Morgunblaðinu að í leit þinni að pólitískum stuðningi í samfélaginu ert þú að gera út á þá vonlausu og firrtu og í stað þess að varða þeim leið út úr því ástandi ertu að ala á vonleysinu og firringunni. Þú ert að fylgja fordæmi öfgaflokka í Evrópu og Trumps í Bandaríkjunum. Þetta er langt fyrir neðan virðingu þess Sigmundar Davíðs sem kom eins og ferskur blær inn í íslensk stjórnmál fyrir nokkrum árum. Hann barðist fyrir hugsjónum sínum. Í dag er býsna erfitt að átta sig á hvert þú ert að fara nema það sé, hvað sem er fyrir hvaða stuðning sem er.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -