Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Segir skrif efnahagsráðgjafa VR vekja furðu: „Stenst enga skoðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins furðar sig á skrifum efnahagsráðgjafa VR um Samtök atvinnuvinnulífsins í tengslum við kjaraviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Henni finnst nær að sammælast um að bjarga störfum í landinu heldur en að bera á samtökin tilhæfulausar ásakanir.

„Það er auðvitað fráleitt að halda því fram að við séum að hafna samningum við íslenskt launafólk. Ég skil ekki hvernig það getur verið niðurstaða efnahagsráðgjafa VR. Það stenst bara enga skoðun,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um pistil Guðrúnar Johnsen, doktors í hagfræði og efnahagsráðgjafa VR, Veröld sem verður, sem birtist á Kjarnanum þann 20. júlí.

„Í stað þess að saka okkur um að mæra samninga umfram aðra væri ekki lag ef við sammælumst um að bjarga störfum í landinu.“

Gagnrýndi forystu Samtaka atvinnulífsins

Í pistlinum gerir Guðrún athugasemdir við skoðanapistil Ásdísar, Veröld sem var, sem birtist á Vísi þann 14. júlí, þar sem Ásdís segir að þau flugfélög, sem Icelandair ber sig helst saman við, hafi á liðnum árum gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum við flugáhafnir, flugmenn og flugfreyjur, sem fela í sér minni kostnað fyrir fyrirtækin.

„Sú þróun er nauðsynleg og eðlilegt framhald af því að síðustu tuttugu ár hefur fjöldi flugfélaga sprottið upp með allt annað og ódýrara launafyrirkomulag en áður þekktist,“ skrifar Ásdís í pistli sínum í Fréttablaðinu og bætir við að dorsvarsmenn Play hafi gefið út að félagið hafi gert kjarasamning um störf flugfreyja og flugþjóna sem fela í sér allt að 27 prósent lægri launakostnað en tíðkaðist hjá Wow air vegna sömu starfa. „En Wow air var með um 30 prósent hagstæðari samninga við FFÍ en Icelandair.“

Guðrún staldrar við þessi ummæli Ásdísar og segir að „með því að mæra samninga milli flugfélags sem ekki hefur hafið daglegan rekstur um verulega lækkun launa þeirra starfstétta ófaglærðra, sem einmitt er fjallað um í rannsóknum Case og Deaton, niður á ósjálfbært plan miðað við íslenskan veruleika er ekki hægt að skilja það öðru vísi en svo að núverandi forystufólk SA hvetji aðildarfélög sín til að hafna samningum við íslenskt launafólk.“

- Auglýsing -

Brýnt að bjarga störfum í landinu

Í samtali við Mannlíf segist Ásdís vera undrandi á þessum skrifum Guðrúnar og segir það lengi hafa legið fyrir að Icelandair þyrfti að aðlagast breyttu landslagi í flugheiminum líkt og önnur erlend flugfélög hafa verið að gera.

„Hjá Icelandair eru greidd há laun og hærri en þau sem við sjáum hjá öðrum erlendum flugfélögum fyrir sambærileg störf,“ bendir hún á. „Ef Icelandair bregst ekki við breyttum veruleika verður félagið einfaldlega undir í samkeppninni og þá verða engin laun greidd áfram til þeirra fimm þúsund starfsmanna sem starfa í dag hjá félaginu.

- Auglýsing -

Í stað þess að saka okkur um að mæra samninga umfram aðra væri ekki lag ef við sammælumst um að bjarga störfum í landinu. Hjá Icelandair starfa þúsundir félagsmanna VR og það verður að segjast eins og er að þessi skrif efnahagsráðgjafa VR vekja furðu.“

Rangt að SA sé loka á aðgang aðildarfélaga að íslensku fjármagni

Í samtali við Mannlíf segir Ásdís ennfremur að flugfreyjur og flugþjónar hjá Icelandair fái jafnan hærri laun en hjá sambærilegum flugfélögum fyrir sömu störf. Þá séu laun þeirra í dag almennt hærri en meðallaun í landinu og laun háskólamenntaðra einstaklinga, enda lengi verið mikil ásókn í þessi störf m.a. hjá háskólamenntuðu fólki. Gangi áform Icelandair eftir verði flugfreyjur og flugþjónar áfram með há laun en félagið þó samkeppnishæfara á alþjóða mörkuðum.

„Það er því óskiljanlegt hvernig efnahagsráðgjafi VR kemst að þeirri niðurstöðu að með breytingum á kjörum starfsmanna verði niðurþjöppun launa hér á landi svo mikil að hún leiði til aukinnar fátæktar og ójöfnuðar sem samræmist ekki markmiðum SÞ,“ segir Ásdísar og vísar þar til þeirra orða Guðrúnar að SA loki leiðum fyrir aðildarfélög sín til að njóta aðgengis að íslensku fjármagni, að stærstum hluta, „enda samræmist niðurþjöppun launa sem leiðir til aukinnar fátæktar og ójöfnuðar ekki markmiðum SÞ um sjálfbæra þróun, sjálfbæran hagvöxt án aðgreiningar, fullri, arðbærri og mannsæmandi atvinnu fyrir alla, né heldur meginreglum um ábyrgar fjárfestingar, sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa gengist undir í fjárfestingarstefnum sínum. Það geti varla verið vilji aðildarfélaganna sjálfra?“

„Það er því óskiljanlegt hvernig efnahagsráðgjafi VR kemst að þeirri niðurstöðu að með breytingum á kjörum starfsmanna verði niðurþjöppun launa hér á landi svo mikil að hún leiði til aukinnar fátæktar og ójöfnuðar sem samræmist ekki markmiðum SÞ.“

Ásdís furðar sig á þessum skrifum Guðrúnar. „Ég myndi fremur ætla að ef félagið hefði ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða þá væri enginn fjárfestir, hvorki lífeyrissjóðir né aðrir, að fara að setja fjármagn inn í ósjálfbæran rekstur, hvort sem er hjá Icelandair ná öðrum fyrirtækjum sem þurfa að sækja sér fjármagn. Það er því illskiljanlega fullyrðing hjá ráðgjafa VR að halda því fram að SA sé að loka á aðgang aðildarfélaga að íslensku fjármagni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -