Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Segir stjórnvöld hafa gleymt málefnum fatlaðs fólks og að ábyrgðinni sé varpað á hjálparsamtök

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir margt fatlað fólk upplifa að það hafi gleymst í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna áhrifum kórónuveirufaraldursins.

Þuríður og Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar, ræddu í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun stöðu fátækra á Íslandi sem þær segja fara versnandi í faraldrinum.

Vilborg segir 60% aukningu hafa orðið á beiðnum um aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar ef miðað er við sama tíma í fyrra. Hún segir einstæðar mæður og öryrkja verða meðal þeirra sem óska eftir aðstoð í auknum mæli.

Þuríður og Vilborg eru sammála um að örorkulífeyrinn sé allt of lágur og hafi verið í langan tíma. Þær segja hópinn sem býr við sára fátækt hér á landi oft gleymast, ekki síst núna í kreppunni sem blasir við. „Það er ömurlegt að við séum að upplifa þetta í íslensku samfélagi. Stjórnvöld eru í raun að velta ábyrgðinni að brauðfæða fatlað og langveikt fólk yfir á hjálparsamtök,“ segir Þuríður.

Hún segir málefni fatlaðs fólks hafa gleymst. Hún segir Öryrkjabandalagið hafa reynt að minna stjórnvöld á að hugsa um þennan hóp, hóp sem býr nú þegar við fátækt og er útsett fyrir að lenda í meiri fátækt vegna ástandsins sem skapast í faraldrinum.

Vilborg bendir á að stjórnvöld séu eitthvað að reyna að koma til móts við þennan hóp tímabundið en að þau úrræði dugi skammt. „Það er einhver hugsun í gangi en það er eins og það sé verið að gefa fólki ölmusu.“

- Auglýsing -

Hún segir að nú þurfi að hugsa til lengir tíma þannig að Íslendingar geti verið stoltir af því að búa í landi þar sem velferðarkerfið virkar fyrir alla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -