Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sagði Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra, hafa svarað því vel hvort að hann ætlaði að biðjast afsökunar á ummælum sínum um að ráðamenn í Kreml væru illmenni í vikunni en rússneska sendiráðið krafðist þess í yfirlýsingu. Þórdís Kolbrún sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þau vissulega óvenjuleg í diplómatísku samhengi, en að það væri ástandið líka.
Sigurður Ingi sagðist ekki ætla að biðjast afsökunar og sagði að stjórnvöld sem beita hervaldi gegn fullvalda ríki þar sem saklausir borgarar eru skotmörk ættu að hafa skilning á því að lýðræðisþjóð eins og Íslendingar gætu ekki setið undir slíku.
„Rússar ættu að fara strax frá Úkraínu og axla ábyrgð á sínum gjörðum,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið.