Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Segir þingið ræða áfengi í búðir „tímunum saman“ en keyra frumvarp um þungunarrof í gegn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, segir velferðarnefnd hafa hafnað beiðni hans um að kalla landlækni fyrir nefndina vegna frumvarps um þungunarrof.

„Hvernig stendur á því að þegar maður leggur fram ósk í velferðarnefnd um að fá landlækni til að ræða þær 22 vikur sem eru í fóstureyðingarfrumvarpinu að meiri hlutinn segir nei, það sé búið að ræða það alveg nógu mikið?“ spurði Guðmundur þingheim í gær.

Hann segir óskiljanlegt að þingheim liggi svo á að ekki megi kalla landlækni til. „Sami meiri hluti og hefur fullyrt hér að ekki sé hægt að bjarga fóstri undir 22 vikum. Staðreyndin er sú að hægt er að bjarga 6% fóstra undir 22 vikum. Síðan var einnig lögð fram beiðni um að fá tvo lækna fyrir nefndina. Því var hafnað.“

Frumvarp um þungunarrof er nú í þriðju umræðu á þingi. Fylkingar hafa myndast á þingi með og á móti málinu. Helst er umdeild sú grein frumvarpsins sem heimilar eyðingu fósturs á tuttugustu og annarri viku þungunar.

„Mér er gjörsamlega óskiljanlegt af hverju í ósköpunum fólki liggur svo lífið á að koma þessu máli í gegn að það megi ekki ræða það betur. Við ræðum hérna tímunum saman um áfengi í búðir, en við ætlum að keyra þetta mikilvæga mál í gegnum þingið liggur við án nokkurrar umræðu. Í þessu máli er líka annað, um börn sem verða þunguð. Þar segir í einni grein að börn sem verða þunguð, komin allt að 22 vikum, geti farið í fóstureyðingu án þess að tala við foreldra sína. Hvar er stuðningurinn? Hvernig á að tryggja það? Þarf ekki að ræða þetta betur? Nei, ekki að mati meiri hlutans í nefndinni,“ sagði Guðmundur við þingheim.

Hann segir skammarlegt að þingið skuli ekki vanda sig betur við lagasetninguna. „Mér finnst það alveg til háborinnar skammar að við skulum ekki vanda okkur betur við þetta mál og ræða það betur vegna þess að við erum að byrja á öfugum enda. Við eigum að byrja á því að sjá til þess með öllum ráðum að engin kona þurfi að standa frammi fyrir því að fara í fóstureyðingu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -