Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Segir þingmenn reyna að greiða götu áfengis: „Það vímuefni sem ber mestan skaða fyrir samfélagið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lára G. Sigurðardóttir skrifar athyglisverðan pistil og byrjar svona:

„Segjum að þú fáir botnlangabólgu eina bjarta sumarnótt og það er rokið með þig upp á spítala. Þreytulegur vaktlæknir segir að hann hafi enga trúa á skurðaðgerðinni sem sannreynt hefur verið að gefi bestan árangur. Hann ætli miklu frekar að nudda botnlangann eftir eigin tilfinningu,“ skrifar hún og bætir við:

„Hvernig líður þér? Ég veit að mér yrði ekki rótt. Þessi læknir vill gera á þér tilraun, sem er gert með mýs en ekki menn. Góð heilbrigðisþjónusta byggir nefnilega á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum á því sem virkar best hverju sinni. Sama á að gilda um aðgerðir í lýðheilsumálum, en einhvern veginn finnst sumum þingmönnum tilfinningar sína vega þyngra en þekking sérfræðinga.“

Lára segir að „í hartnær sjö ár hef ég ásamt öðrum með sérþekkingu á sviði lýðheilsuaðgerða ítrekað bent á mikilvægustu aðgerðirnar til að draga úr skaða af völdum áfengis og nikótíns, sérstaklega meðal unglinga. Misheppnaður uppskurður þingsins eru meingölluð lög um rafsígarettur, sem gera lítið annað en að normalísera notkun nikótíns; sem dæmi opnaðist með þeim gátt fyrir áhrifavalda til að selja nikótín – sem getur verið brú yfir í aðra neyslu.“

Heldur áfram:

„Þetta er galið, því sem fyrirmyndir senda áhrifavaldar ungu fólki skilaboð um að „sá sem notar vöruna getur orðið eins og ég“ sem er eitt öflugasta markaðstrix samtímans. Og á þessum sjö árum hafa sumir þingmenn ítrekað reynt að greiða götu áfengis, sem af öllum vímuefnum ber mestan heilsufarslegan skaða fyrir samfélagið. Bólgnir botnlangar eru ekki nuddaðir eftir tilfinningu vakthafandi læknis. Þeir eru skornir burt. Sama á að gilda um vímuefni, það á að fjarlægja aðgengi ungmenna að þeim. Þingmenn þurfa að hætta þessum háskalega læknisleik og taka fyrir fullt og fast á þessu mikilvæga lýðheilsumáli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -