Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er með puttann á hinum svokallaða púlsi þjóðarinnar. Hann er ekki bjartsýnn á að hér verði vinstristjórn mynduð eftir kosningar er fram fara þann 30.nóvember næstkomandi.
Egill telur að það sé „hollráð fyrir kosningar að flækja ekki mál um of.“
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2023/05/Kristrun-Mette-1-1024x564.jpg)
Þetta hefur Agli „sýnst vera markmið Kristrúnar Frostadóttur“ formanns Samfylkingarinnar.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/01/Dagur-B-1024x683.jpg)
Að mati Egils er nú komin upp ákveðin valdabarátta í Samfylkingunni í tengslum við hvernig Kristrún talaði um Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra í einkaskilaboðum er fóru á flakk um veraldarvefinn og flugu um tíma með himinskautum og fengu einhverja til að glotta við tönn og vona það versta.
Að lokum segir Egill að „nú, kortéri í kosningar, gýs upp valdabarátta í Samfylkingunni. Eins og staðan er virðast líkur á stjórn til vinstri vera hverfandi.“