Michele Roosevelt Edwards, eigandi nýja WOW air, segir að flugfélagið muni taka til starfa innan fárra vikna. Hún segir stefnu félagsins vera einfalda: að gera flug skemmtilegt á nýjan leik.
Þetta kemur fram í tilkynningu á LinkedIn-síðu hennar.
Þess má þó geta að Edwards hélt blaðamannafund í september þar sem hún greindi frá því að fyrsta vél nýja WOW air myndi taka á loft frá Keflavíkurflugvelli í október.
Í júlí í fyrra sagði hún þá frá áætlunum sínum og sagði þá stefnuna væri að innan 24 mánaða frá stofnun félagsins yrði félagið með 10 til 12 flugvélar í rekstri.
Sjá einnig: WOW air aftur í loftið