Sögusagnir hafa verið á sveimi í allan dag þess efnis að Ingó Veðurguð ætti að troða upp á fjölskylduhátíðinni Kótilettunni sem haldin er á Selfossi næst komandi helgi.
Andrea: „Ég sný mér við og er þá ekki Reðurguðinn mættur að bjóða sér upp undir pilsið mitt”
Ingó er frá Selfossi og því voru margir sem trúðu því að þetta gæti vel staðist og segja má með sanni að sögurnar ollu titringi meðal fólks.
Mannlíf hafði samband við eiganda hátíðarinnar, Einar Björnsson, og bar upp þá spurningu hvort það væri eitthvað til í þessum sögum. Einar neitaði því að Ingó Veðurguð væri að fara að koma fram í tengslum við hátíðina,
„Nei, hann verður ekki hjá okkur í ár“ sagði Einar þegar blaðamaður innti hann svars um málið.
Hrafnhildur Björnsdóttir : „Hann gróflega misbauð börnum. Smábörnum“
Það er því komið á hreint að Ingólfur Þórarinsson eða Ingó Veðurguð mun ekki stíga á stokk í heimabæ sínum á Kótilettunni þetta árið.