Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-0.6 C
Reykjavik

Segja mis­skiln­ing og rang­færslur einkenna umfjöllun fjölmiðla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýrri yfirlýsingu frá Bisskupsstofu segir að miskilningur og rangfærslur hafi einkennt fjölmiðlaumfjöllun um mál Skírnis Garðarssonar. Fjallað hefur verið um mál Skírnis í fjölmiðlum en Agnes Sigurðardóttir biskup rak séra Skírni úr embætti vegna brots á trúnaðarskyldu.

Í yfirlýsingunni segir að öll umfjöllun um að kirkjan hafi brotið á honum hvað ráðningsamning varðar vera ranga.

Í yfirlýsingunni segir að Skírni hafi í verið gefinn kostur á að skýra mál sitt frekar gagnvart kirkjunni sem hann gerði nýverið í bréfi en að þær útskýringar hafi ekki breytt afstöðu kirkjunnar um að afþakka þjónustu hans.

Í yfirlýsingunni segir einnig að það sé rangt að Skírni hafi áður verið vikið úr starfi. Hið rétta sé að hann hafi verið færður til í starfi árið 2016 að eigin ósk.

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Vegna viðtals við Skírni Garðarsson og umfjöllunar um þjónustulok hans í fjölmiðlum er eftirfarandi upplýsingum komið á framfæri.

- Auglýsing -

Misskilnings eða rangfærslna hefur gætt í umfjöllun um mál sr. Skírnis Garðarssonar. Skírnir hefur lokið þjónustu sinni fyrir þjóðkirkjuna vegna brots á trúnaðarskyldu. Réttindi hans í ráðningarsamningi eru hins vegar óbreytt og verða að öllu virt. Umfjöllun um að kirkjan hafi brotið á honum með uppsögn á ráðningarsamningi er því röng.

Skírni var gefinn kostur á að skýra mál sitt frekar sem hann og gerði í bréfi. Þær útskýringar breyttu ekki afstöðu kirkjunnar um að afþakka þjónustu hans.

Skírnir verður sjötugur á haustmánuðum n.k. og þá lýkur hans ráðningarsambandi við þjóðkirkjuna.

- Auglýsing -

Þá er rangt að Skírni hafi áður verið vikið úr starfi. Hann var færður til í starfi árið 2016 að eigin ósk með gagnkvæmum samningi.

Til presta leitar fólk með alla flóru mannlegra tilfinninga, í erfiðum og viðkvæmum aðstæðum, í gleði eða dimmum dal sorgar. Trúnaðarskylda presta er algild, nema hvar lögin segja annað.

Afstaða biskups er skýr. Kirkja fólksins, þjóðkirkjan, er staður þar sem fólk nýtur skjóls, trúnaðar og virðingar.

Hafi, í gegnum tíðina, skort á fumleysi og ákveðni af þjóðkirkjunnar hálfu gagnvart brotum presta gegn fólki sem myndar kirkjuna og nýtir hana, er þeim tíma lokið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -