Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Seinheppinn hótelþjófur sást á myndbandi – Málglaður ökumaður reyndist réttindalaus

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðeins tveir einstaklingar sváfu í fangaklefum lögreglunnar á höfuðborgarrsvæðinu í nótt.

Lögregla var kölluð til vegna búðarþjófs í verslun. Málið leyst með vettvangsskýrslu.

Þjófur lét greipar sópa á hóteli í borginni. Hann var svo óheppinn að myndir náðust af honum á öryggismyndavélar. Lögregla hefur upptökurnar undir höndum og miðar rannsókn málsins vel.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í akstri grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna eða ölvunarakstur. Allir lausir eftir að blóð var dregið úr þeim og sent til rannsóknar.

Ökumaður var stöðvaður í akstri á stolinni bifreið. Hann er einnig grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna og akstur án réttinda. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn vegna málsins. Ökumaður og farþegi voru báðir vistaðir í þágu rannsóknar málsins. Með nýjum degi munu þeir svara til saka.

Hafnarfjarðarlögregla stöðvaði ökumann sem reyndist vera réttindalaus.  Hann er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaðurinn var látinn laus eftir hefðbundið ferli.

- Auglýsing -

Ökumaður var stöðvaður þar sem hann var að tala í farsíma við akstur. Í ljós kom að sá málglaði hafði ekki réttindi til að aka bifreið. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -