Lægð sú er stjórnaði veðrinu á Íslandi í gær er nú stödd yfir norðvesturhluta landsins.
Fyrri part dags er það því því vestan- og suðvestanátt, víða 8-15 m/s og skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 1 til 8 stig.
En seinnipartinn verður lægðin komin austur fyrir landið – vindur verður norðlægari og það kólnar nokkuð með éljum um landið norðanvert; dregur úr úrkomu syðra.
Fremur hægur vindur verður á morgun; en norðvestan 10-15 m/s austantil fram eftir deginum.
Það verða lítils háttar él á norðaustanverðum klakanum; en í öðrum landshlutum lítur út fyrir bjart og barasta fallegt veður.
Vægt frost víðast hvar, en annað kvöld þykknar svo upp á Suðausturlandi.