Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Seint í samstarf við gítarleikara Rammstein

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Richard Z. Kruspe gítarleikari hinnar alræmdu metal hljómsveitar Rammstein gaf út á dögunum smáskífu með sóló verkefni sínu Emigrate. Smáskífan inniheldur fimm remix af laginu War og eitt af þeim lögum fékk tónlistarmaðurinn Joseph Cosmo, einnig þekktur sem Seint, í hendurnar til að endurgera.

Útgáfan fylgir fast á eftir tónlistarmyndbandi við rokk/metal smellinn sjálfan, sem kom út þann 15. mars á Youtube. „Ég fékk símtal einn daginn og voru það vinir mínir Gunnar og Benni úr harðkjarna sveitinni Une misére. Þeir ljáðu mér þau tíðindi að upptökustjórinn þeirra Sky vantaði færan aðila til að endurgera lag fyrir engan annan en Richard Z. Kruspe úr hljómsveitinni Rammstein. Gunnar og Benni höfðu leyft Sky að heyra remix sem ég gerði fyrir Une misere árið 2017 og líkaði honum það mjög.“

„Ég vissi auðvitað ekki hvernig hann tæki því þar sem ég setti smá Seint „verse“ í mixið.“

Joseph segir að þetta var bæði afar spennandi en í leiðinni mjög stressandi verkefni því tíminn var naumur sem honum var gefin þannig Joseph gekk strax í málið. Nokkrum dögum síðar var remixið tilbúið og gaf Richard strax grænt ljós á útgáfu. „Ég vissi auðvitað ekki hvernig hann tæki því þar sem ég setti smá Seint „verse“ í mixið. En það hefur greinilega fallið í kramið hjá honum.“

Joseph var 13 ára gamall þegar hann sá Rammstein spila í Höllinni en þeir voru idolin hans þá. Um svipað leiti byrjaði Joseph að spila í þungarokksbandi. „Ég var með stjörnur í augunum þegar ég barði þessa menn augum og það er mjög gaman nú 17 árum síðar að fá að vinna fyrir einn þeirra.“

Seint gaf nýverið út nýja plötu í fullri lengd sem nefnist IV.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -