Tískurisinn Alexander Wang hefur sett þrjár hárspangir í sölu sem ætlaðar eru til að hjálpa fólki að hringja inn nýja árið.
Þrjár tegundir eru af spöngunum en sú dýrasta, sem á stendur After After Party eða eftir eftirpartí, kostar litla sex þúsund dollara, eða tæplega sex hundruð þúsund krónur.
Fyrir þá sem vilja ekki eyða alveg svona miklu í eina spöng geta keypt eina með áletruninni Wangover á rúmlega hálfa milljón. Svo er líka í boði að fjárfesta í spöng sem á stendur Party Animal, eða partídýr á tæplega fjögur hundruð þúsund krónur.
Spangirnar sáust fyrst á fyrirsætum eins og Bellu Hadid og Kendall Jenner þegar vorlína Alexander Wang var frumsýnd síðasta semptember.
Nú er bara að byrja að safna fyrir næstu áramótum – eða ekki.