Lík og kom fram fyrst á Smartlandi þá hefur læknirinn Björn Zoëga sett stórglæsilega íbúð sína við Bólstaðahlíð á sölu.
Íbúðin er engin smásmíði – telur 225 fermetra að stærð; er í húsi sem byggt var fjórum árum eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar.
Svo er það plús óneitanlega að meðfylgjandi er aukaíbúð sem hægt er að leigja út.
Læknirinn Björn er nú framkvæmdastjóri King Faisal Specialist Hospital and Research Centre í Sádi-Arabíu; var áður forstjóri Landspítalans og Karolinska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Nú er hann fluttur til Sádí-Arabíu.
Björn keypti íbúðina við Bólstaðahlíð árið 2020 og óhætt að segja að hún sé smekklega innréttuð; búin glæsilegum húsgögnum og fallegum listaverkum.