Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

„Sem betur fer bar ég gæfu til þess að hætta að drekka nítján ára, annars væri ég örugglega löngu dauður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngleikurinn Níu líf, sem byggir á lífshlaupi Bubba Morthens, verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 13. mars. Þetta er risasýning á allan hátt og um 60 manns sem koma að hverri sýningu, leikarar, dansarar, kór, sviðsfólk, tæknifólk og fleiri. Sjálfur kom Bubbi ekkert að handritsskrifum eða vali á tónlist en segir að það sé bæði spennandi og óþægileg upplifun að sjá atburði lífs síns svona utan frá og það hafi orðið til þess að hann sjái ýmislegt í nýju ljósi. Eiginkona hans, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, kannist hins vegar ekkert við þennan mann sem birtist í verkinu.

 

Sjá einnig: „Konurnar í lífi mínu þurfa engu að kvíða“

Vissi alltaf að hann yrði frægur maður á Íslandi

Þig hefur aldrei langað til að hætta í tónlistinni og snúa þér alfarið að skriftunum?

„Nei, aldrei. Þegar ég var lítill langaði mig að reyndar að verða þrennt þegar ég yrði stór; tónlistarmaður, rithöfundur eða fornleifafræðingur. Ég hef enn þá gríðarlegan og nördískan áhuga á fornleifafræði og er alltaf að lesa einhverja texta um hana, tölvan mín er líka troðfull af alls kyns textabrotum en ég vissi að tónlistin var gjöf sem mér var gefin og að ég ætti að helga mig henni. Ég vissi alltaf, alveg frá því ég var strákur, að ég yrði tónlistarmaður og frægur maður á Íslandi. Það var enginn vafi á því í mínum huga. Ég var búinn að semja allan Ísbjarnarblús tuttugu og eins árs og taka plötuna upp tuttugu og þriggja ára. Ég ætlaði að fylgja fordæmi Bob Dylans og gefa út fyrstu plötuna tuttugu og þriggja ára en ég átti aldrei peninga til að gera hana. Þess vegna var ég orðinn tuttugu og fjögurra ára þegar hún kom út og ég var alveg eyðilagður að vera svona seinn með hana, fannst ég vera alveg að falla á tíma,“ segir Bubbi og rekur upp eina af sínum frægu hláturrokum. „Ég hélt að þegar tónlistin mín kæmi út og ég yrði frægur þá myndi ég losna við vanlíðanina og verða hamingjusamur. En það breyttist bara ekki neitt þegar það gerðist. Mér leið alveg jafnilla innra með mér þótt mér fyndist æðislegt að sjá plötuna mína í búðargluggum og fá stórkostlega jákvæðan „loksins, loksins“ dóm um hana eftir Halldór Inga á heilli opnu í Morgunblaðinu sem endaði með þeim orðum að þessi tónlistarmaður ætti örugglega eftir að láta til sín taka í íslenska tónlistarheiminum. Sársaukinn, reiðin og vanmátturinn var samt enn þá alveg jafnsterkur og mér leið aldrei vel nema ég deyfði mig með kannabis eða kókaíni. Ég man að þegar ég reykti kannabis í fyrsta sinn þá hugsaði ég; vá ég ætla alltaf að vera í þessari vímu og það sama gerðist þegar ég prófaði kókaín fyrst. Það var eina ástandið sem mér leið þolanlega í og þótt ég færi nærri því að óverdósa í fyrsta sinn sem ég tók kók hugsaði ég strax þegar ég vaknaði; þetta var æðislegt þetta ætla ég að gera sem fyrst aftur. Ég og áfengi áttum hins vegar mjög illa saman, ég var hræðilegur undir áhrifum áfengis og sem betur fer bar ég gæfu til þess að hætta að drekka nítján ára, annars væri ég örugglega löngu dauður.“

Sjá einnig: Skrápurinn aldrei svo harður að vond ummæli stingi ekki

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Bubba í heild sinni í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -