Sunnudagur 29. desember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Sema Erla óánægð með aganefnd KSÍ: „Rasismi drepur. Það veit KSÍ“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sema Erla Serdar stjórnmála- og Evrópufræðingur og baráttukona fyrir mannréttindum greinir frá því í færslu á Facebook að hún sé afar óástt við úrskurð aganefndar KSÍ í máli Atla Steinars Ingasonar, leikmanns Skallagríms í knattspyrnu.

Atli Steinar var nýlega dæmdur í fimm leikja keppnisbann fyrir að hafa viðhaft rasísk ummæli um leikmann Berserka í leik á móti Skallagrím, og banni frá Skallagrímsvelli í Borgarnesi á meðan bannið varir. Þá var knattspyrnudeild Skallagríms einnig dæmd til að greiða 100.000 kr. í sekt til KSÍ.

Þetta er í annað sinn sem aganefnd KSÍ úrskurðar Atla Steinar í keppnisbann fyrir rasísk ummæli. Sema Erla segir að aganefndin hafi haft tækifæri til að setja sterkt fordæmi fyrir slík mál framvegis.

Niðurstaða aganefndar vonbrigði

Sema Erla telur upp nokkrar ástæður þess að niðurstaða nefndarinnar sé vonbrigði:

„Í fyrsta lagi, þá er um minnstu mögulegu refsingu að ræða samkvæmt reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál (grein 16.1) fyrir mismunun. Leikmenn sem gerast einu sinni sekir um rasisma eru yfirleitt dæmdir í slíkt bann. Atli Steinar hefur hins vegar áður verið dæmdur fyrir rasisma á vellinum af aganefnd KSÍ. Árið 2015 var hann sem áhorfandi dæmdur í tveggja ára vallarbann fyrir rasisma í garð dómara (grein 16.5). Það virðist ekki hafa verið tekið tillit til þess í niðurstöðu aganefndarinnar nú (það er hvergi minnst á fyrri dóm í úrskurðinum) sem er með öllu óskiljanlegt og í raun alveg fráleitt. Ítrekuð brot hljóta að þýða þyngri refsing,“ segir Sema Erla og segir að eftir því sem hún best veit sé leikmaður hér á landi í fyrsta skipti fá sitt annað bann fyrir rasisma.

- Auglýsing -

„Því hefði verið hægt að setja mikilvægt fordæmi hér og senda skýr skilaboð um að rasismi er litinn alvarlegum augum innan fótboltans og KSÍ. Það var ekki gert. Frekar var gert lítið úr vandanum sem augljóslega er til staðar og baráttunni gegn rasisma í leiknum og í samfélaginu öllu.“

Sema Erla segir í öðru lagi að Atli Steinar hafi nokkrum dögum eftir leikinn gefið frá sér yfirlýsingu, „þar sem hann baðst afsökunar „á óviðeigandi ummælum“ sem þó áttu „alls ekki að vera rasísk að neinu leyti.“ Ummælin skrifar hann á keppnisskap sitt og hita leiksins sem eru elstu og útþynntustu afsakanirnar fyrir rasisma. Atli Steinar „viðurkennir síðan mistök sín (sem er ekki skýrt hver eru þar sem þau eru ekki rasismi samkvæmt honum) og ætlar að bæta ráð sitt.“

Telur Sema Erla að aganefnd KSÍ hefði átt að vera ljóst eftir yfirlýsingu Atla Steinars að hann gangist ekki „við rasískri hegðun sinni með nokkrum hætti, hann biðst ekki afsökunar á rasisma sínum og sér ekki að sér. Atli Steinar sér rasisma sinn ekki sem vandamál. Hann telur sig ekki vera rasista þrátt fyrir að hafa núna verið dæmdur tvisvar í bann fyrir rasisma og eiga nokkrar slíkar twitter færslur,“ segir Sema Erla og telur það mjög alvarlegt því „fyrsta skrefið í því að breyta hugarfari og hegðun sinni og fá aðstoð með það er að viðurkenna vandann og horfast í augu við hann. Það virðist Atli ekki vera tilbúinn til þess að gera og KSÍ hefði að sjálfsögðu átt að líta til þess í úrskurði sínum.“

- Auglýsing -

Telur niðurstöðu aganefndar geri lítið úr vandanum

Sema Erla segir að lokum að niðurstaða aganefndarinnar séu mikil vonbrigði því hún geri lítið úr vandanum sem rasismi í fótbolta er og dregur úr baráttu þeirra sem vilja losa íþróttina við slíkt samfélagsmein.

„Ég elska fótbolta. Fótbolti er frábær íþrótt sem getur sameinað fólk, hópa og þjóðir. Fótbolti getur verið sameiningartákn, hann getur verið forvörn gegn áhættuhegðun og búið til fyrirmyndir og leiðtoga. Fótbolti getur líka verið vettvangur ofbeldis eins og rasisma og annarra öfga.“

Segir hún knattspyrnusambandið þurfa að taka skýra afstöðu gegn hinu síðastnefnda og það verði ekki gert með því að horfa framhjá eða hunsa vandann.

„Það er gert með zero tolerance gegn rasisma og öðru ofbeldi þó það geti þýtt erfiðar og óþægilegar ákvarðanir. Þar má KSÍ fara að bæta sig. Rasismi er ofbeldi. Rasimi er hættulegur. Rasismi drepur. Það veit KSÍ.“

Ánægð með afstöðu Skallagríms

Sema Erla er hins vegar ánægð með afstöðu og framgang knattspyrnudeildar Skallagríms í málinu, sem greindi frá því að Atli Steinar myndi ekki leika meira með liðinu þetta tímabil.

„Það er jákvætt því einstaklingar með rasískt hugarfar eiga ekkert erindi á íþróttavöllinn. Það er ekkert persónulegt. Það snýst um gildi og viðmið samfélagsins. Rasismi er lærð hegðun og rasisma er hægt að aflæra,“ segir Sema Erla, sem skorar á Skallagrím að aðstoða Atla Steinar með viðeigandi fræðslu, upplýsingum og meðferðarþjónustu, „sem hann þarf á að halda til þess að komast yfir rasisma sinn, það er að segja ef hann vill. Það er sorglegt að sjá ungan mann búa yfir svo miklum ranghugmyndum, fordómum og hatri eins og hann hefur nú ítrekað sýnt af sér. Megi honum farnast sem allra best.

Baráttan fyrir fótbolta án rasisma heldur áfram.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -