Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Senegalska flóttafólkið sem vísa á úr landi: „Við finnum bara sársauka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að öllu óbreyttu verður senegölsku hjónunum Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf vísað úr landi ásamt börnunum þeirra þriggja og sex ára. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í næstu sjö ár.

Hjónin yfirgáfu heimaland sitt því Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar og segja að þeim sé ekki óhætt að vera í heimalandinu vegna þess, því fylgi félagsleg útskúfun og hætta. Vísir greindi frá.

Dætur hjónanna, Regine Martha þriggja ára og Elodie Marie sex ára, eru báðar fæddar á Íslandi og þekkja því ekkert annað. Sú yngri er á leikskóla og sú eldri í Vogaskóla. Stuðningsfólk fjölskyldunnar telja að brottvísun komi til með að valda stúlkunum óbærilegum skaða og verið sé að senda fjölskylduna til lands þar sem þeim er hætta búin.

„Ég finn ekki orð til að lýsa hvernig mér líður núna eftir alla þessa baráttu.“

Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi. Mahe segir að staða kvenna í Sénegal sé slæm og hætta á kynfæralimlestingum hjá börnum. Að öllu óbreyttu verður fjölskyldan rekin úr landi.

Fjölskyldan hefur miklar áhyggjur af framhaldinu. „Við finnum bara sársauka, mikinn sársauka eftir þennan dóm. Ég finn ekki orð til að lýsa hvernig mér líður núna eftir alla þessa baráttu. Börnin mín fæddust á Íslandi og eru íslensk. Það er alveg ótrúlega skrítið að þau þurfi að sækja um hæli í eigin landi, landinu sem þau fæddust í. Þetta ástand hefur haft neikvæð áhrif á heilsu og líf okkar hjóna. Ég er svo sorgmædd að börnin mín fái ekki leyfi til að búa hér bara af því við foreldrarnir eru frá Sénegal. Ég get ekki hugsað mér að börnin mín þurfi að alast upp við sömu skilyrði og ég þurfti í Sénegal þar sem brotið er á réttindum barna og kvenna,“ sagði Mahe í samtali við Vísi.

Undirskrifastöfnun er hafin þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að veita fjölskyldunni dvalarleyfi. Ef þú vilt styðja fjðlskylduna getur þú gert það hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -