Mannlíf hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að prestarnir tveir sem Þjóðkirkjan hefur sent í leyfi vegna gruns um brot í starfi, séu þeir Jón Helgi Þórarinsson prestur í Hafnarfjarðarkirkju og Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur Digranes- og Hjallaprestakalls.
Mannlíf hefur haft samband við Biskupsstofu varðandi málið en þar á bæ vildi enginn staðfesta hverjir væru umræddir prestar.
Mannlíf hefur fjallað um að tveir prestar þjóðkirkjunnar séu í leyfi síðan í desember, og nú er það komið á daginn að það eru þeir Jón Helgi og Gunnar.
Samkvæmt heimildum Mannlífs eru ástæðurnar fyrir leyfi prestanna og rannsóknar á starfsháttum þeirra tvíþætt:
Jón Helgi liggur undir grun um kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað fyrir um áratug.
Gunnar er hins vegar til rannsóknar vegna erfiðleika í samskiptum við annað starfsfólk.
Eða eins og heimildarmaður Mannlífs orðaði það:
„Frekja og yfirgangssemi á hæsta stigi. Andrúmsloftið í kringum hann er þrúgandi.“
Margir innan prestastéttarinnar sem Mannlíf hefur rætt við við, en vilja ekki koma fram undir nafni, segja afar óþægilegt og hreinlega erfitt að sitja undir grun um brot í starfi sem nafnleynd Biskupsstofu veldur. Eða eins og einn viðmælandi Mannlífs orðaði það í samtali:
Það er alltaf verið að spyrja hverjir þetta séu – hef meira að segja verið spurður út í þetta á förnum vegi. Málið er viðkvæmt, en að standa í því að svara spurningum og hreinlega hreinsa nafn manns með reglulegu millibili er óþolandi. Þetta er ekki rétta leiðin.
Hver er sú leið?
Að segja satt og rétt frá hvað sé í gangi þannig að saklaust fólk verði ekki fyrir áreitni að óþörfu. Þetta er snúið, en því miður koma upp mál, en kirkjan verður að gera betur og láta ekki grun falla á saklaust fólk.
Kom fram í beiðni teymis þjóðkirkjunnar að prestarnir tveir yrðu sendir í leyfi á meðan mál þeirra eru skoðuð.
Það er rannsóknarteymi sem fer yfir mál prestanna, en í teyminu eru Bragi Björnsson, lögmaður og formaður teymisins, Karl Einarsson geðlæknir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi og varaformaður.
Það er kirkjuráð sem skipaði rannsóknarteymið, og er það sett upp eftir starfsreglum sem segja til um aðgerðir vegna kynferðislegrar áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi, meðferð kynferðisbrota og eineltis.
Í kjölfarið mun þjóðkirkjan vinna úr niðurstöðu teymissins, en hefur ekki beina aðkomu að störfum eða rannsókninni.
Tekuð skal fram að prestarnir tveir eru til rannsóknar og þeir hafa hvorki verið sýknaðir né dæmdir sekir.