Maður hefur verið handekinn, grunaður um röð skotárása á íbúðir í Kórahverfinu í Kópavogi sem og eitt hús í Hafnarfirði.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, aðstoðaði sérsveit ríkislögreglustjóra við handtökuna.
Áður hafði komið fram í fréttum að skotið hafði verið á sjö íbúðarhús í Kórahverfinu og í Hafnarfirði en talið er að loftbyssa hafi verið notuð til verksins. Nýjasta skotárásin átti sér stað á nýársmorgun en íbúar voru heima við.
Sjá einnig: Skotið inn um þrjár rúður í Kópavogi – Lögreglan biður um þína hjálp