Það var um klukkan þrjú í nótt þegar lögreglu barst tilkynning um átök í heimahúsi en talað var um að hnífi hafi verið beitt. Lögregla fór strax á staðinn ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra.
Þegar lögregla mætti kom í ljós að líklega hafði hnífnum ekki verið beitt en aðilar á vettvangi voru með ávera eftir einhverskonar átök. Í kjölfarið þurftu nokkrir að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku. Lögregla handtók fimm manns vegna málsins sem gistu allir í fangakelfa lögreglu og er málið nú til rannsóknar. Að öðru leyti var nóttin róleg samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu.