Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Sex mánaða fangelsi fyrir að stinga mann ítrekað með dekkjasíl í höfuð og líkama

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður á fertugsaldri hlaut sex mánaða fangelsisdóm fyrir hættulega líkamsárás og fíkniefnalagabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur nú á miðvikudag, ásamt því sem maðurinn var dæmdur til að greiða þolanda árásar 400 þúsund krónur í miskabætur.

Maðurinn réðist á kærasta barnsmóður sinnar í febrúar 2019, en árásin átti sér stað í fjölbýlishúsi. Stakk maðurinn brotaþola með dekkjasíl margsinnis í höfuð og líkama og hlaut brotaþoli skurð á vinstra eyra, hægri augabrún og stungusár á baki.

Þá hlaut maðurinn einnig sakfellingu fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft 24.52 grömm af maríjúana og 4.58 grömm af amfetamíni sem fundust við leit á ákærða við afskipti lögreglu ásamt því sem tæp 16 grömm af amfetamíni, ríflega 2 grömm af MDMA og 9 MDMA töflur fundust í plastboxi á gólfi stigagangs fjölbýlishússins þar sem árásin átti sér stað.

Tilkynnt var um háreysti og öskur sem bárust frá stigagangi fjölbýlisshússins snemma morguns þann 9. febrúar 2019. Þegar lögreglu bar að voru mennirnir tveir blóði drifnir og með sýnilega áverka báðir á gólfi stigagangsins á jarðhæð hússins. Framburður brotaþola þótti stöðugur og trúverðugur fyrir dómi, en hann greindi frá því að ákærði hefði átt upptökin. Þá sagði brotaþoli hafa áttað sig á að hafa verið stunginn meðan á árás stóð. Í dómsorði kemur fram að skilyrði neyðarvarnar væru ekki fyrir hendi og hlaut árásarmaðurinn sem fyrr segir sex mánaða fangelsisdóm.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -