Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Sex manns í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar.

Gæsluvarðhaldið var á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi, sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti.

Sexmenningarnir voru handteknir síðastliðinn sólarhring samhliða mjög umfangsmiklum aðgerðum lögreglu, en ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni.

Lögreglan minnir á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -