Sex ný COVID-19 smit hafa greinst frá því í gær. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja til einstaklinga sem voru á skilgreindum hættusvæðum erlendis. Fjöldi smitaðra er því 55 talsins, þar af 10 innanlandssmit.
Upplýsingafundur Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er að hefjast, núna klukkan 14.00. Á fundinum munu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir, fara yfir stöðu mála vegna COVID-19. Á fundinum verður einnig Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Pétur mun ræða aðgerðir á Hrafnistu vegna COVID-19 og þær áherslur sem hafa þarf í huga þegar kemur að viðkvæmum hópum.