Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.4 C
Reykjavik

Sex ráð Ernu Kristínar til að passa í jólakjólinn: „Sjálf ætla ég að byrja snemma að undirbúa mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erna Kristín Stefánsdóttir aktívisti um jákvæða líkamsímynd og guðfræðingur, er með um 17 þúsund fylgjendur á Instagram-síðu sinni, Ernuland.

Í nýjustu færslu sinni deilir hún sex skotheldum ráðum til að komast í kjólinn fyrir jólin.

„Styttist í jólin og eins og þið vitið þá fylgir því herferð þar sem við erum mötuð á matarsamviskubiti og skyndilausnum hvernig best er að grennast til að komast í „kjólinn fyrir jólin“ ……eins gott að byrja strax ekki satt, verðleikar okkar eru í húfi gott fólk. Sjálf ætla ég að byrja snemma að undirbúa mig!!“

Og hér eru skrefin sex sem þarf að fylgja:
Fyrsta skref: Ég finn hinn fullkomna jólakjól.
Skref tvö: Ég passa að hann sé sléttur og straujaður fyrir jólin.
Skref þrjú: Ég stilli klukkuna mína á 16:00 á aðfangadag, gott að vera tímalega fyrir næstu skref.
Skref fjögur: Ég byrja á því að fara í sokkabuxurnar og haldarann (sem oftast nær er íþróttatoppur frá því ég var 17 ára).
Skref fimm: (Þetta er mikilvægasta skrefið, gott að highlighta það vel ) Ég fer í kjólinn í þeirri stærð sem passar mér.
Skref sex: Ég dansa inn í jólin á réttum tíma í hinum fullkomna kjól, sem ég valdi í þeirri stærð sem ég passa í og akkurat þannig krakkar, komist þið í fjandans kjólinn fyrir jólin

„Svo bara njóta og elska sjálfan sig og muna, þú kemst í kjólinn fyrir jólin, þetta snýst bara um að kaupa kjólinn í réttri stærð.“

Nú þegar hafa yfir 800 manns látið sér líka við færsluna og er líklegt að allir sem vilja muni passa í jólakjólinn sé þessum einföldu ráðum fylgt.

View this post on Instagram

Styttist í jólin & eins og þið vitið þá fylgir því herferð þar sem við erum mötuð á matarsamviskubiti & skyndilausnum hvernig best er að grennast til að komast í “kjólinn fyrir jólin” ……einsgott að byrja strax ekki satt, verðleikar okkar eru í húfi gott fólk 🙄🤦🏼‍♀️ Sjálf ætla èg að byrja snemma að undirbúa mig!!⁣💃🏼 ⁣ Fyrsta skref: Ég finn hinn fullkomna jólakjól⁣ Skref tvö: Ég passa að hann sé sléttur og straujaður fyrir jólin⁣ Skref þrjú: Ég stilli klukkuna mína á 16:00 á aðfangadag, gott að vera tímalega fyrir næstu skref.⁣ Skref fjögur: Ég byrja á því að fara í sokkabuxurnar og haldarann ( sem oftast nær er íþróttatoppur frá því ég var 17ára )⁣ Skref fimm: ( þetta er mikilvægasta skrefið, gott að highlighta það vel ) : Ég fer í kjólinn í þeirri stærð sem passar mér.⁣ Skref sex: Ég dansa inn í jólin á réttum tíma í hinum fullkomna kjól, sem ég valdi í þeirri stærð sem ég passa í og akkurat þannig krakkar, komist þið í fjandans kjólinn fyrir jólin.⁣🎄💃🏼 ⁣ Svo bara njóta……& elska sjáfan sig og muna, þú kemst í kjólinn fyrir jólin, þetta snýst bara um að kaupa kjólinn í réttri stærð🙌🏻

A post shared by 𝐸𝓇𝓃𝓊𝓁𝒶𝓃𝒹 (@ernuland) on

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -