Laugardagur 4. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Sex vikna barn yngsta fórnarlamb Covid-19 í Englandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sex vikna barn andaðist af völdum Covid-19 á bresku sjúkrahúsi þann 3. maí, samkvæmt upplýsingum frá bresku heilbrigðisþjónustunni, NHS. Barnið er yngst þeirra sem látist hafa af völdum kórónaveirufaraldursins í Englandi en elsta fórnarlamb sjúkdómsins var 103 ára. Alls hafa nú verið skráð 22.764 dauðsföll af völdum Covid-19 á enskum sjúkrahúsum en opinbera dánartalan fyrir Bretland allt er rúmlega 31.000 dauðsföll.

Samkvæmt talsmanni NHS í Englandi höfðu 332 af þeim sem látist hafa engan undirliggjandi sjúkdóm og var það fólk á aldrinum 40 til 96 ára gamalt.

Vonast hafði verið til að útgöngubanni sem gilt hefur á Bretlandi síðan 23. mars yrði aflétt á mánudaginn, 11. maí, ekki síst eftir nokkuð glannalegar yfirlýsingar Boris Johnson forsætisráðherra í vikunni, en nú hafa yfirvöld staðfest að ekki komi til greina að aflétta þeim hömlum sem eru á ferðafrelsi fólks að svo stöddu, þótt hugsanlega verði reglurnar um útivist rýmkaðar eitthvað smávegis á mánudaginn.

Sjá einnig: Boris Johnson segir að hugsanlega verði slakað á reglum um útgöngubann á mánudaginn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -