Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Síðasta mynd Freyju: Saknaði Íslands og langaði heim

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Freyja Egilsdóttir Mogensen, sem fannst látin á austanverðu Jótlandi og grunur leikur á að hafi verið myrt af fimmtugum sambýlismanni hennar, birti nýlega mjög fallegar myndir af Íslandi þar sem hún sagðist sakna landsins og að hana langaði heim. Aðeins eru þrjár vikur síðan.

Í færslu á Instragram birti hún fallegar Íslandsmyndir með eftirfarandi skilaboðum.

„Ég elska líf mitt í Danmörku en ég sakna virkilega heimalandsins míns, fjölskyldu og vina. Dönsk náttúra er róandi en sú íslenska svo kraftmikil,“ sagði Freyja sem hafði sterka tengingu við Ísland og heimabæ sinn á Selfossi.

Þessar fallegu myndir frá Íslandi birti Freyja nýlega með skilaboðunum að hún saknaði heimalandsins.

Freyja starfaði á dvalarheimili aldraðra í Odder, á austanverðu Jótlandi. Sambýlismaður hennar, sem er 51 ár, hefur verið handtekinn og er grunaður um að hafa orðið Freyju að bana. Hún var aðeins 43 ára gömul.

Það eru tvær vikur síðan að Freyja birti af sér mynd og síðastu myndina af henni má finna hér að neðan. Þá skrifaði hún:

„Í fyrra ákvað ég að fylgja hjarta mínu, eðlishvöt og þrám. Að lifa í núinu. Í þeim anda fór ég að skokka í litlum skógi. Upp og niður forugar brekkur. Frábært! Síðan er það ískaldur kaffidrykkur, heit sturta og hvað sem dagurinn býður upp á.“

Þetta er síðasta myndin sem Freyja birti og hér fór hún sína síðustu skokkferð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -