Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Siðferðilegur veganismi er lögvernduð afstaða eða „trú“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breskur dómstóll sem úrskurðar í málum er varða vinnumarkaðinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að siðferðilegur veganismi sé heimspekileg afstaða eða „trú“ og einstaklingar sem iðka hana njóti lagalegrar verndar gegn mismunun.

Umrætt mál varðar Jordi Casamitjana, sem var sagt upp störfum eftir að hann vakti athygli á því að lífeyrissjóður vinnuveitandans fjárfesti í fyrirtækjum sem gerðu tilraunir á dýrum.

Hann bar því við að uppsögn hans mætti rekja til þess að hann iðkaði siðferðilegan veganisma.

Dómstóllinn í Norwich úrskurðaði í málinu í dag og komst að þeirri niðurstöðu að siðferðilegur veganismi uppfyllti skilyrði þess að vera heimspekileg afstaða eða „trú“ og félli þar með undir bresku jafnréttislöggjöfina frá 2010.

Skilyrðin eru m.a. að umrædd afstaða sé álitin virðingarverð í lýðræðislegu samfélagi, að hún sé samrýmanleg við mannlega reisn og að hún brjóti ekki gegn mannréttindum annarra.

Þeir sem iðka siðferðilegan veganisma sniðganga ekki bara kjötvörur, heldur einnig föt úr dýraafurðum og vörur sem eru prófaðar á dýrum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -